Erlent

McDonalds vill opna fleiri veitingastaði í Evrópu

Bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér.
Bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér. MND/AFP

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hyggst verja tæpum 72 milljörðum króna á þessu ári í uppbyggingu McDonalds veitingastaða í Evrópu. Stjórnendur keðjunnar eru bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér þrátt fyrir minnkandi sölu í álfunni á undanförnum árum.

Haft er eftir Ralph Alvarez, framkvæmdastjóra McDonalds, í þýsku útgáfunni af Financial Times að fyrir stjórn skyndibitakeðjunnar er Evrópa mest spennandi markaðssvæðið í augnablikinu. Því hafi verið ákveðið að setja fjármuni í frekari uppbyggingu þar.

Verulegu hefur dregið úr sölu hjá McDonald keðjunni á undanförnum árum og þá mest í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×