Erlent

Sterling í samkeppni við SAS um farþega úr viðskiptalífinu

Norræna flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, íhugar nú að fjölga flugleiðum sínum með það að markmiði að ná betur til viðskiptavina í viðskiptalífinu.

Eftir því sem fram kemur í Jótlandspóstinum í dag ætlar félagið sér með þessu að veita SAS-flugfélaginu meiri samkeppni. Þar er haft eftir markaðsstjóra Sterling, Michael T. Hansen, að flug flugfélagsins milli Osló og London, Kaupmannahafnar og Álaborgar og Stokkhólms og Kaupmannahafnar, þar sem viðskiptalífið er í blóma, hafi gengið vel og reynt verði að fjölga flugferðum milli þessara staða. Þá sé einnig til skoðunar að fljúga til fleiri staða á meginlandi Evrópu sem séu miðstöðvar viðskiptalífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×