Erlent

Rússar vara Tékka við að samþykkja eldflaugavarnarkerfi

Íbúi í smábænum Borovany í Tékkklandi mótmæli eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna.
Íbúi í smábænum Borovany í Tékkklandi mótmæli eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna. MYND/AFP

Rússar vöruðu tékknesk stjórnvöld við því í morgun að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp hluta af eldflaugavarnarkerfi sínu í landinu. Haft er eftir yfirmanni rússneska herráðsins að með því væru Tékkar að gera mikil mistök.

Bandaríkjamenn og Tékkar hafa átt í viðræðum um uppsetningu ratsjárkerfis í Tékklandi sem tengjast á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna. Flaugarnar sjálfar eiga að vera staðsettar í Póllandi. Rússar eru andvígir þessum áformum og hafa meðal annars hótað því að beina kjarnorkueldflaugum sínum aftur á borgir í Evrópu.

Í morgun fundaði Yuri Baluyevsky, yfirmaður rússneska herráðsins, með Martin Bartak, aðstoðarvarnarmálaráðherra Tékklands. Eftir fundinn sagði Yuri að ef Tékkar yrðu við óskum Bandaríkjamanna væru þeir að gera mikil mistök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×