Erlent

Vísað úr landi og skilur soninn eftir

Elvira vann ýmis störf í Bandaríkjunum þau tíu ár sem hún dvaldi þar. Hún lærði þó aldrei ensku.
Elvira vann ýmis störf í Bandaríkjunum þau tíu ár sem hún dvaldi þar. Hún lærði þó aldrei ensku. MYND/AP
Mexíkósk kona, sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum í tíu ár og eignast þar son var vísað úr landi í gær, án sonarins. Elvira Arellano var handtekin í miðborg Los Angeles á sunnudaginn. Það átti að vísa henni úr landi þann fimmtánda ágúst í fyrra, en hún stakk af og hefur síðan þá haldið til í kirkju í Chicago ásamt átta ára syni sínum.

Sonur Arellano er bandarískur ríkisborgari, vegna þess að hann fæddist í landinu. Ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt brottvísunina, sem þau segja brjóta á rétti sonarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×