Erlent

Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan

Vegir skemmdust illa þegar jarðskjálftar gengu yfir Kashmír héraðið árið 2005.
Vegir skemmdust illa þegar jarðskjálftar gengu yfir Kashmír héraðið árið 2005. MYND/AFP

Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Slysið átti sér stað í Neelum-dalnum í Kashmir-héraðinu í Pakistan. Vitni segja að rútunni hafi verið ekið mjög hratt skömmu fyrir slysið. Um 40 manns voru í rútunni.

Harðir jarðskjálftar gengur yfir Kashmir-hérað árið 2005 og ollu þeir miklum skemmdum á vegum. Enn er ásigkomulag þeirra víða mjög slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×