Erlent

Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni

Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu.

Sterkur orðrómur hefur verið á göngum danska þinghússins að til standi að boða til kosninga í haust. Danska ríkisstjórnin kynnir í dag tillögur að umbótum í landinu sem meðal annars snúa að hinu opinbera og skattamálum en ætlunin er að lækka skatta í landinu.

Er talið líklegt að Rasmussen, sem er leiðtogi Venstre, og Bendt Bendtsen, leiðtogi Íhaldsflokksins í Danmörku, samstarfsflokks Venstre í ríkisstjórn, hyggist nota tækifærið og bera umbæturnar undir dönsku þjóðina með því að boða til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×