Erlent

Skotbardagi í Kristjaníu

Frá Kristjaníu
Frá Kristjaníu MYND/365

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú þriggja manna eftir að til skotbardaga kom í Kristjaníu í nótt. Þá sprakk handsprengja við veitingastað á svæðinu með þeim afleiðingum að hús skulfu og stór hola myndaðist í jörðinni.

Engan sakaði í árásinni. Að sögn vitna birtist maður vopnaður skammbyssu inni á veitingastaðnum skömmu eftir að sprengjan sprakk. Mundaði maðurinn byssuna út í myrkrið en hljóp síðan í burtu. Skömmu síðar heyrðust skothvellir og sáust þá tveir ungir menn á hlaupum. Ekki er vitað hvers vegna til skotbardagans kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×