Erlent

Prestur sektaður fyrir klukknahljóm

Ekki er vitað til þess að nágrannar Háteigskirkju þurfi að hlusta á klukknahljóm í morgunsárið.
Ekki er vitað til þess að nágrannar Háteigskirkju þurfi að hlusta á klukknahljóm í morgunsárið. MYND/GVA

Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt.

Presturinn, sem er kaþólskur, tók við nýju brauði fyrir hálfu ári og þá fór hann strax að hringja klukkum kirkjunnar heldur snemm að mati nágranna hans, eða klukkan hálf sjö um morguninn.

Talsmaður yfirvalda í heimabæ prestsins, Tilburg, sagði að honum væri heimilt að hringja klukkunum hvenær sem væri, en að hann yrði að halda sig innan hávaðamarka. Hann á einnig frekari sektir yfir höfði sér láti hann ekki af þessari hávaðasömu iðju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×