Erlent

Fékk strigaskó í skiptum fyrir flugskeyti

MYND/AFP

Lögreglan í Orlandi í Flórída hélt á dögunum svokallaðan „gun amnesty" dag, þar sem borgarbúar voru hvattir til að skila inn ólöglegum skotvopnum og fá í staðinn forláta strigaskó. Það kom þeim heldur á óvart þegar maður einn skilaði inn fullkominni flugskeytabyssu sem ætlað er að granda flugvélum.

Maðurinn segist hafa fundið verkfærið í yfirgefnum skúr á dögunum og ekki vitað hvað hann ætti að gera við tækið. Hann reyndi að fara með það á ruslahaugana, að eigin sögn, þar sem honum var vísað frá. Hann greip tækifærið því fegins hendi þegar lögreglan lýsti eftir óskráðum byssum. Í skiptum fyrir flugskeytið fékk maðurinn strigaskó sem hann ætlaði að gefa dóttur sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×