Erlent

Gallaðar kosningar í Kasakstan en skref í rétta átt

Kasakar gengu að kjörborðinu í gær.
Kasakar gengu að kjörborðinu í gær. MYND/AP

Framkvæmd kosninganna í Kasakstan sem fram fóru í gær stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um framkvæmd kosninga. Eftirlitsmenn frá Öryggis og samvinnustofnun Evrópu segja að skort hafi á gagnsæji við atkvæðatalningu auk þess sem þröskuldar fyrir því að ná kjöri á þing landsins hafi verið of háir.

Þrátt fyrir þetta segja eftirlitsmenn ÖSE að kosningarnar, sem fóru á þann veg að flokkur Nursultan Nazarbayevs, forseta landsins náði öllum þeim þingsætum sem voru í boði, hafi verið skref í rétta átt. „Ef við lítum fram hjá þeim annmörkum sem við höfum skýrt frá þá tel ég að þessar kosningar muni færa Kasakstan framar á lýðræðisbrautinni," sagði Consiglio Di Nino, einn yfirmanna ÖSE, í yfirlýsingu til fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×