Erlent

Björgunaraðgerðum hætt í Utah

Björgunaraðgerðum vegna sex námamanna sem hafa setið fastir í kolanámu í Utah í Bandaríkjunum í vel á aðra viku var hætt í morgun. Óvíst er hvort þeim verður framhaldið síðar.

Gat var í nótt borað inn í námuna sem hrundi áttunda þessa mánaðar. Hljóðnema var smeygt þar inn til að athuga hvort mennirnir væru á lífi en ekkert hefur heyrst til þeirra síðan náman hrundi. Ekkert lífsmark heyrðist í námunni í morgun og því ákveðið að hætta aðgerðum.

Ein ástæða þess er öryggi björgunarmanna - en þrír þeirra týndu lífi og sex slösuðust þegar gögn sem þeir voru að grafa að námunni hrundu á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×