Erlent

Lögregla óttast stríð á meðal Vítisengla

MYND/AFP

Lögregla á Bretlandseyjum óttast að stríð geti verið í uppsiglingu á meðal mótorhjólagengja í kjölfar morðs á manni sem var meðlimur í Vítisenglum. Félagar mannsins segjast vita hver morðinginn sé, en að þeir ætli sér ekki að láta lögreglu í té þær upplýsingar.

Löreglu hefur lítið miðað í rannsókn málsins en Gegrry Tobin var skotinn í hnakkann á M40 hraðbrautinni síðasta sunnudag. Hann var á leiðinni heim til sín eftir að hafa verið viðstaddur fjölmenna hátíð mótorhjólamanna. Vitni sáu þegar grænn bíll af Rover gerð ók upp að manninum og farþegi í bílnum skaut tveimur skotum á hann.

Morðið á Tobin hefur aftur komið Vítisenglunum í sviðsljósið og er nú deilt um það í Bretlandi hvort samtökin séu heiðvirð samtök mótorhjólaáhugamanna eða skipulögð glæpasamtök sem teygja anga sína um allan heim. Vítisenglar frá öllum heimshornum voru í gær viðstaddir minningarathöfn þar sem Tobin var minnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×