Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð 18. ágúst 2007 19:10 Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði: „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja á ný ferðir herflugvéla okkar á hernaðarlega mikilvægum svæðum, og á miðnætti í dag hófu 14 sprengjuflugvélar sig á loft ásamt fylgdarvélum frá sjö flugvöllum víðsvegar um Rússland." Flug þessara sprengjuflugvéla var liður í stríðsdansi risaveldanna - einkum í háloftunum norður af Íslandi - til 1992, þegar Kalda stríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna. Tupolev 95 flugvélin - sem innan NATO er kölluð Björninn - getur borið kjarnorkuvopn. Þó að allt of snemmt sé að tala um kalt stríð þá andar sannarlega köldu frá Rússlandi þessa dagana. Í síðasta mánuði fóru tvær rússneskar sprengjuflugvélar út af hefðbundinni leið við strendur Noregs og héldu suður að Skotlandi. Bretar sendu orrustuflugvélar til móts við þær. Í síðustu viku birtust rússneskar sprengjuflugvélar allt í einu við herstöð Bandaríkjamanna á Guam í Kyrrahafi. Hernaðarsérfræðingar voru því farnir að velta því fyrir sér hvað væri að gerast. Og í gær fengu þeir svarið þegar Rússar sendu tuttugu sprengjuflugvélar í ýmsar áttir, þar af inn á hafsvæðið milli Íslands og Noregs. Norskir flugmenn F-16 orrustuflugvéla tóku myndir af rússnesku vélunum í gær. Þetta voru alls ellefu flugvélar, langdrægar sprengjuflugvélar, ratsjárvélar, orrustuflugvélar og eldsneytisvélar. Tilgangurinn var augljóslega sá að sýna hvers Rússar væru megnugir, fimmtán árum eftir hrun Sovétríkjanna. Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóri norska varnarmálaráðuneytisins: „Staðreyndin er sú að Rússland er í mikilli sókn. Á fjórum árum hefur landsframleiðslan nær þrefaldast. Hagvöxturinn nemur sjö prósentum á ári. Útflutningstekjur Rússa eru þrisvar sinnum meiri nú en fyrir þremur árum. Hátt olíuverð skilar sér beint í vasa stjórnvalda í Moskvu - og þess vegna hefur Pútin getað tekið Tupolev sprengjuflugvélarnar út úr flugskýlunum." Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði: „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja á ný ferðir herflugvéla okkar á hernaðarlega mikilvægum svæðum, og á miðnætti í dag hófu 14 sprengjuflugvélar sig á loft ásamt fylgdarvélum frá sjö flugvöllum víðsvegar um Rússland." Flug þessara sprengjuflugvéla var liður í stríðsdansi risaveldanna - einkum í háloftunum norður af Íslandi - til 1992, þegar Kalda stríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna. Tupolev 95 flugvélin - sem innan NATO er kölluð Björninn - getur borið kjarnorkuvopn. Þó að allt of snemmt sé að tala um kalt stríð þá andar sannarlega köldu frá Rússlandi þessa dagana. Í síðasta mánuði fóru tvær rússneskar sprengjuflugvélar út af hefðbundinni leið við strendur Noregs og héldu suður að Skotlandi. Bretar sendu orrustuflugvélar til móts við þær. Í síðustu viku birtust rússneskar sprengjuflugvélar allt í einu við herstöð Bandaríkjamanna á Guam í Kyrrahafi. Hernaðarsérfræðingar voru því farnir að velta því fyrir sér hvað væri að gerast. Og í gær fengu þeir svarið þegar Rússar sendu tuttugu sprengjuflugvélar í ýmsar áttir, þar af inn á hafsvæðið milli Íslands og Noregs. Norskir flugmenn F-16 orrustuflugvéla tóku myndir af rússnesku vélunum í gær. Þetta voru alls ellefu flugvélar, langdrægar sprengjuflugvélar, ratsjárvélar, orrustuflugvélar og eldsneytisvélar. Tilgangurinn var augljóslega sá að sýna hvers Rússar væru megnugir, fimmtán árum eftir hrun Sovétríkjanna. Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóri norska varnarmálaráðuneytisins: „Staðreyndin er sú að Rússland er í mikilli sókn. Á fjórum árum hefur landsframleiðslan nær þrefaldast. Hagvöxturinn nemur sjö prósentum á ári. Útflutningstekjur Rússa eru þrisvar sinnum meiri nú en fyrir þremur árum. Hátt olíuverð skilar sér beint í vasa stjórnvalda í Moskvu - og þess vegna hefur Pútin getað tekið Tupolev sprengjuflugvélarnar út úr flugskýlunum."
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent