Ekki ástæða til að óttast nýtt kalt stríð 18. ágúst 2007 19:10 Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði: „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja á ný ferðir herflugvéla okkar á hernaðarlega mikilvægum svæðum, og á miðnætti í dag hófu 14 sprengjuflugvélar sig á loft ásamt fylgdarvélum frá sjö flugvöllum víðsvegar um Rússland." Flug þessara sprengjuflugvéla var liður í stríðsdansi risaveldanna - einkum í háloftunum norður af Íslandi - til 1992, þegar Kalda stríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna. Tupolev 95 flugvélin - sem innan NATO er kölluð Björninn - getur borið kjarnorkuvopn. Þó að allt of snemmt sé að tala um kalt stríð þá andar sannarlega köldu frá Rússlandi þessa dagana. Í síðasta mánuði fóru tvær rússneskar sprengjuflugvélar út af hefðbundinni leið við strendur Noregs og héldu suður að Skotlandi. Bretar sendu orrustuflugvélar til móts við þær. Í síðustu viku birtust rússneskar sprengjuflugvélar allt í einu við herstöð Bandaríkjamanna á Guam í Kyrrahafi. Hernaðarsérfræðingar voru því farnir að velta því fyrir sér hvað væri að gerast. Og í gær fengu þeir svarið þegar Rússar sendu tuttugu sprengjuflugvélar í ýmsar áttir, þar af inn á hafsvæðið milli Íslands og Noregs. Norskir flugmenn F-16 orrustuflugvéla tóku myndir af rússnesku vélunum í gær. Þetta voru alls ellefu flugvélar, langdrægar sprengjuflugvélar, ratsjárvélar, orrustuflugvélar og eldsneytisvélar. Tilgangurinn var augljóslega sá að sýna hvers Rússar væru megnugir, fimmtán árum eftir hrun Sovétríkjanna. Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóri norska varnarmálaráðuneytisins: „Staðreyndin er sú að Rússland er í mikilli sókn. Á fjórum árum hefur landsframleiðslan nær þrefaldast. Hagvöxturinn nemur sjö prósentum á ári. Útflutningstekjur Rússa eru þrisvar sinnum meiri nú en fyrir þremur árum. Hátt olíuverð skilar sér beint í vasa stjórnvalda í Moskvu - og þess vegna hefur Pútin getað tekið Tupolev sprengjuflugvélarnar út úr flugskýlunum." Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Norsk stjórnvöld segjast munu fylgjast náið með auknum hernaðarumsvifum Rússa, en að ekki sé ástæða til að óttast afturhvarf til Kalda stríðsins. Putin Rússlandsforseti kynnti ákvörðun sína um aukin hernaðarumsvif Rússa eftir fund með Hu Jintao forseta Kína. Þeir voru viðstaddir sameiginlegar heræfingar í Mið-Asíu. Vladimir Putin, forseti Rússlands sagði: „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja á ný ferðir herflugvéla okkar á hernaðarlega mikilvægum svæðum, og á miðnætti í dag hófu 14 sprengjuflugvélar sig á loft ásamt fylgdarvélum frá sjö flugvöllum víðsvegar um Rússland." Flug þessara sprengjuflugvéla var liður í stríðsdansi risaveldanna - einkum í háloftunum norður af Íslandi - til 1992, þegar Kalda stríðinu lauk með upplausn Sovétríkjanna. Tupolev 95 flugvélin - sem innan NATO er kölluð Björninn - getur borið kjarnorkuvopn. Þó að allt of snemmt sé að tala um kalt stríð þá andar sannarlega köldu frá Rússlandi þessa dagana. Í síðasta mánuði fóru tvær rússneskar sprengjuflugvélar út af hefðbundinni leið við strendur Noregs og héldu suður að Skotlandi. Bretar sendu orrustuflugvélar til móts við þær. Í síðustu viku birtust rússneskar sprengjuflugvélar allt í einu við herstöð Bandaríkjamanna á Guam í Kyrrahafi. Hernaðarsérfræðingar voru því farnir að velta því fyrir sér hvað væri að gerast. Og í gær fengu þeir svarið þegar Rússar sendu tuttugu sprengjuflugvélar í ýmsar áttir, þar af inn á hafsvæðið milli Íslands og Noregs. Norskir flugmenn F-16 orrustuflugvéla tóku myndir af rússnesku vélunum í gær. Þetta voru alls ellefu flugvélar, langdrægar sprengjuflugvélar, ratsjárvélar, orrustuflugvélar og eldsneytisvélar. Tilgangurinn var augljóslega sá að sýna hvers Rússar væru megnugir, fimmtán árum eftir hrun Sovétríkjanna. Espen Barth Eide, ráðuneytisstjóri norska varnarmálaráðuneytisins: „Staðreyndin er sú að Rússland er í mikilli sókn. Á fjórum árum hefur landsframleiðslan nær þrefaldast. Hagvöxturinn nemur sjö prósentum á ári. Útflutningstekjur Rússa eru þrisvar sinnum meiri nú en fyrir þremur árum. Hátt olíuverð skilar sér beint í vasa stjórnvalda í Moskvu - og þess vegna hefur Pútin getað tekið Tupolev sprengjuflugvélarnar út úr flugskýlunum."
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira