Erlent

Rannsakað hvort innbrot tengist hótelbruna

MYND/AFP

Lögregla á Bretlandi rannsakar nú hvort innbrot í hótelið sem brann í bænum Newquay í Cornwall tengist eldsvoðanum. Einn lést og fjögurra er saknað eftir brunann.

Lögregluforinginn sem fer með rannsókn málsins staðfesti við fréttastofu Sky í dag að tilkynnt hafi verið um innbrot á hótelinu klukkan sjö í gærkvöldi. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja að innbrotið tengdist brunanum en hann vildi ekki þvertaka fyrir að svo gæti verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×