Erlent

Fellibylurinn Dean sækir í sig veðrið

MYND/AFP

Íbúar á karabísku eyjunni Jamaica búa sig nú undir það versta en fellibylurinn Dean nálgast nú strendur landsins óðfluga og mun hann skella á eyjunni á sunnudag. Veðurfræðingar óttast að Dean verði þá búinn að færa sig í aukana og hætta er á því að hann verði orðinn að fimmta stigs fellibyl á morgun.

Þá eru menn uggandi yfir því að á mánudaginn verði óveðrið orðið enn verra þegar það fer yfir austanverðan Yucatan skaga í Mexíkó en þar eru fjölmennir ferðamannastaðir á borð við Cancun.

Fellibylurinn hefur meira að segja áhrif í geimnum, en geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, gæti neyðst til þess að stytta áætlaða för geimskutlunar Endeavour ef Dean færir sig í átt til Texas, þar sem stjórnstöð geimflugsins á jörðu niðri er staðsett. NASA myndi þá lenda ferjunni í tæka tíði svo hægt verði að yfirgefa stjórnstöðina komi til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×