Erlent

Eignaðist eineggja fjórbura

Faðir stúlknanna, J.P. Jepps, heldur um eina þeirra í hitakassa á sjúkrahúsinu í Great Falls.
Faðir stúlknanna, J.P. Jepps, heldur um eina þeirra í hitakassa á sjúkrahúsinu í Great Falls. MYND/AP

35 ára kona eignaðist eineggja fjórbura á sjúkrahúsi í Kanada á sunnudaginn. Vitað er um innan við 50 pör af eineggja fjórburum í heiminum.

Stúlkubörnin, sem voru getin án aðstoðar frjósemislyfja, voru á bilinu átta til níu merkur. Þau fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann, en óvenjulegt þykir að ganga með fjórbura svo lengi. Móður og börnum heilsast vel.

Líkur á því að eignast fjórbura eru um einn á móti þrettán milljónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×