Erlent

Sex látnir í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum

Í það minnsta sex manns eru látnir eftir að snjóflóð féll í Svissnesku Ölpunum um áttaleytið í morgun. Þetta hafa þarlend blöð eftir hjálparstarfsmönnum.

Tvö þriggja manna lið fjallgöngumanna grófust undir flóðinu í suðurhlíðum Jungfreu fjallsins um níutíu kílómetra suð austur af höfuðborg Sviss, Bern.

Hóparnir voru í 3800 metra hæð og áttu einungis tæpa fjögur hundruð metra eftir í toppinn þegar að flóðið féll á þá og ruddi þeim niður í dalinn fyrir neðan.

Að svo stöddu er ekki vitað hverrar þjóðar fólkið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×