Erlent

Vilja kynjakvóta í læknanám

Radikale venstre stjórnmálaflokkurinn í Danmörku vill nota kynjakvóta til að auka hlut karla í læknanámi, en þeir eru í miklum minnihluta þeirra sem hefja nám í læknisfræði þar. Rök flokksins eru að konur sérhæfi sig helst í greinum á borð við heimilis- eða barnalækningar. Því sé útlit fyrir skort á læknum í þeim greinum sem karlmenn sækja frekar í, líkt og skurðlækningar. Háskólayfirvöldum í Kaupmannahafnarháskóla lýst illa á hugmyndirnar. Þau benda á að vandamálið sé fyrst og fremst fólgið í því að drengir spjari sig verr í skólakerfinu en stúlkur, og það þurfi að leysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×