Erlent

Ári of snemma

Manni sem flaug frá Kanada til Bretlands til að vera viðstaddur brúðkaup vinar síns brá í brún þegar hann komst að því að hann mætti ári of snemma. Vinur mannsins bauð honum fyrr á árinu í brúðkaupið, sem átti að vera sjötta júlí. Hann gleymdi hinsvegar að minnast á að það væri júlí á næsta ári. Maðurinn, sem er kennari í Toronto, eyddi rúmum sextíu þúsund krónum í flugmiðann. Hann sagði við BBC fréttastofuna að vinir sínur skemmtu sér konunglega yfir klúðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×