Erlent

Geðsjúkir fangar fengu lykil að klefum sínum

Fimm geðsjúkir fangar sluppu í lok júní úr fangelsi á Jótlandi, þegar iðnaðarmenn afhentu þeim óvart masterlykla, þegar þeir voru að skipta um skrár á deild þeirra. Þeir biðu ekki boðana og brugðu sér á kvennafar til Hamborgar. Dönsk fangelsisyfirvöld höfðu þungar áhyggjur af þeim þar sem þeir eru til alls líklegir, en þeir eru nú komnir til síns heima og kyrja nú væntanlega íslenska húsganginn: Mannstu þegar við vorum úti í Hamborg,- sem Raggi Bjarna gerði frægan á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×