Erlent

Bandaríkjaforseti bannar fyrrverandi aðstoðarmanni sínum að bera vitni

Bush vill ekki að fyrrum aðstoðarmenn sínir beri vitni í heyrandi hljóði.
Bush vill ekki að fyrrum aðstoðarmenn sínir beri vitni í heyrandi hljóði. Mynd/ Getty Images
George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Harriet Miers, að neita því að koma fyrir þingnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Miers á að vitna um uppsagnir alríkissaksóknara. Annar fyrrverandi aðstoðarmaður Bush, Sara Taylor, vitnaði fyrir þingnefndinni í dag.

Demókratar hóta að stefna Miers ef hún neitar að mæta í yfirheyrslur dómaranefndar á morgun. Lögfræðingur Miers segir að Hvíta húsið telji hana friðhelga gagnvart stefnunni og að Bush hafi sagt henni að hún þyrfti ekki að mæta.

Taylor neitaði upphaflega að koma fyrir öldungadeildina en bar síðan vitni í dag og sagði að hún vissi ekki til þess að forsetinn hefði komið að uppsögnunum. Hún sagði jafnframt að hún teldi ekki að embætissmenn Hvíta hússins hefðu aðhafst nokkuð rangt.

Bushstjórnin viðurkennir að uppsagnirnar hafi verið klúðurslega útfærðar en neitar því að hafa haft rangt við. Bush hafði verið búinn að samþykkja að aðstoðarmenn hans, þar á meðal Karl Rove, Miers and Taylor yrðu yfirheyrð fyrir luktum dyrum og án handrits. Demókratar höfnuðu þessu boði og stefndu Miers og Taylor. Búist er við að Rover verði stefnt síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×