Erlent

Hvetur Pakistana til þátttöku í heilögu stríði

Al Zawahri hefur sent frá sér nýtt myndband. Hér er hann ásamt Osama bin Laden.
Al Zawahri hefur sent frá sér nýtt myndband. Hér er hann ásamt Osama bin Laden. Mynd/ Reuters
Ayman al-Zawahri, næstráðandi Al-Qaida, sendi frá sér nýtt myndband í dag þar sem hann hvetur Pakistana til að taka þátt í heilögu stríði til að hefna fyrir árás pakistanska hersins á rauðu moskuna.

Myndbandið er tæpar fjórar og hálf mínúta á lengd. Þar sést al-Zawahri, ræða átökin milli íslamskra stúdenta og pakistanska hersins við moskuna.

„Múslimar í Pakistan Þið frelsist einungis í heilögu stríði. Kosningar munu ekki bjarga ykkur og stjórnmál munu ekki bjarga ykkur," sagði al-Zawahri á myndbandinu, sem var með enskum texta.

Al-Zawahri sagði að Mussaraf forseti og fylgismenn hans hafi velt þeim upp úr skítnum í þjónustu sinni við krossfara og gyðinga. Mussaraf hefur verið mikið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við átökin í moskunni

Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins í fyrrakvöld eftir að samningaviðræður við uppreisnarmenn úr röðum stúdenta mistókust. Átökum þar er nú að ljúka. Að minnsta kosti 73 uppreisnarmenn hafa látið lífið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×