Erlent

Klerkurinn drepinn í áhlaupinu á Rauðu moskuna

Yfirvöld í Islamabad í Pakistan segjast nú hafa drepið klerkinn Abdul Rashid Ghazi í áhlaupinu á Rauðu moskuna sem hófst á miðnætti. Hann er æðsti trúarleiðtogi þeirra vígamanna sem neituðu að gefast upp. Hann hafði lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara nálægs bænaskóla. Þar var líka fjöldi kvenna og barna sem vífamennirnir notuðu sem mannlega skildi.

Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur hafi verið ar inni, fyrir utan vígamennina.

Yfir 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×