Erlent

Fjöldi manns í gleðigöngu samkynhneigðra

Talið er að um sex hundruð þúsund manns hafi tekið þátt í árlegri gleðigöngu samkynhneigðra í Köln í Þýskalandi. Gangan þar er ein sú fjölmennasta í Evrópu og rekur sögu sína aftur til níunda áratugar síðustu aldar.

Þátttakendur komu víða að í dag til að gleðjast og voru áttatíu og fjögur litrík atriði í göngunni. Veðrið setti ekki strik í reikninginn í dag en útlitið var ekki bjart framan af vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×