Erlent

Opinberir starfsmenn brjóta lög um barneignir

Yfirvöld í Hunansýslu í Kína segja að á árunum 200-2005 hafi næstum því tvö þúsund opinberir starfsmenni brotið bannið við því að eignast fleiri en eitt barn. Einn starfsmannanna átti fjögur börn með fjórum hjákonum sínum. Banninu er ætlað að draga úr fólksfjölgun í Kína, þar sem íbúar eru nú þegar á annan milljarð.

Kínversk stjórnvöld sögðu fyrr á árinu að sektir þeirra efnameiri fyrir brotin yrðu hækkaðar, en svo virðist sem fólk hafi ákveðið að virða ekki bannið vegna þess eins að það réð við sektargreiðslurnar.

Þær eru hins vegar of háar fyrir meginþorra almennings, sem neyðist því til að fara eftir lögunum. Þetta vekur reiði í garð hins alvalda Kommúnistaflokks, sem er líkleg til að aukast enn frekar í kjölfar fregnanna af opinberu starfsmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×