Erlent

Yfir fimm hundruð stúdentar hafa gefist upp

Pakistanskir hermenn taka niður upplýsingar hjá stúdentum sem gefist hafa upp
Pakistanskir hermenn taka niður upplýsingar hjá stúdentum sem gefist hafa upp MYND/AP

Meira en fimm hundruð róttækir múslímskir stúdentar hafa gefist upp eftir átök við Rauðu moskuna (Lal Masjid) í Islamabad, höfuðborg Pakistans, sem hófust í gær. Á milli 2.000 - 5.000 stúdentar eru þó enn inni í moskunni sem umkringd er af hersveitum og lögreglu í Pakistan.

Yfirvöld gáfu nemendum í bænaskólum moskunnar frest til klukkan sex í morgun til að gefst upp. Fimm hundruð gengu að kröfum yfirvalda þar af hundrað konur og börn. Mennirnir sem gáfust upp voru færðir inn í bíla en konum og börnum var sleppt.

Átökin við moskuna brutust út eftir langvarandi deilur um islömsku Sharia lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×