Erlent

Fengu rafmagnsvíra í höfuðið

Að minnsta kosti sex manns, þar af tvö börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að upplýsingaskilti féll á þá við aðaljárnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn í kvöld Jyllands Posten hefur eftir Morten Hansen, hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, að áverkar fólksins virtust ekki vera mjög alvarlegir en fólkið hefði fengið mikið áfall. Eftir slysið var járnbrautarpallurinn rýmdur og lestarumferð beint annað. Tæknimenn frá lögreglunni rannsaka nú tildrög slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×