Stefnir í blóðug átök Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 18:30 Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira