Sósíalistar hvattir til að kjósa Guðjón Helgason skrifar 11. júní 2007 19:00 Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sósíalistar hvetja stuðningsmenn sína til að fjölmenna á kjörstað í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi um næstu helgi. Nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að UNP flokkur Sarkozys Frakklandsforseta fái jafn afgerandi meirihluta á þingi og niðurstaða fyrri umferðar í gær bendi til. Seinni umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag og verður þá kosið aftur í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta og berjast þá þeir sem fengu meira en 12% atkvæða. Fyrir kosningarnar í gær var UMP flokkur Sarkozys, Frakklandsforseta, með 359 þingsæti og því meirihluta í neðrideildinni þar sem 577 sæti eru í boði. Gangi úrslit gærdagsins eftir verða mið- og hægrimenn með að minnsta kosti 383 þingsæti en í mesta lagi 501. Aðeins 110 þingmenn náðu kjöri í gær og aðeins einn þeirra sósíalisti. Segolene Royal, frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í vor, hvatti alla þá 17 millljón kjósendur sem greiddu henni atkvæði til að kjósa í seinni umferðinni. Koma þyrfti í veg fyrir stórsigur hægrimanna. Fari eins og allt bendir til um næstu helgi fær Sarkozy umboð kjósenda til að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum á frönsku samfélagi. Hann vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum reynist auðveldara að reka og ráða fólk. Þá vill hann minnka vald verkalýðsfélaga þannig að áhrif verkfalla á ýmsa þjónustu - svo sem samgöngur - verði minni. Hann vill einnig herða refsingar fyrir síbrotamenn, harðari innflytjendalöggjöf og veita háskólum aukið sjálfsforræði til ýmissa verka. Kjörsókn í gær var rétt rúm 60% en 84% í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Ekki fyrr hafa jafn fáir kosið í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi. Spennandi verður að sjá hve margir nýta rétt sinn á sunnudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira