Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 18:30 Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum. Erlent Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. Kosið er aftur í Frakklandi á þjóðhátíðardegi Íslendinga eftir viku í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn er undir tuttugu og fimm prósentum. Síðustu kannanir bentu til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, ætti eftir að bæta við sig fjöld aþingsæta. Það mun auðvelda honum að koma í gegn umdeildum stefnumálum. Forsetinn vill lækka skatta og breyta vinnulöggjöf þannig að fyrirtækjum verði gert auðveldara að ráða og reka starfsfólk. Því var spáð að sósíalistar töpuðu fjölda þingsæta í kosningunum - sem yrði enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor. Færi svo að fylgistapið yrði jafn mikið og spáð var ætlaði Francois Hollande, leiðtogi sósíalista á þingi, að segja af sér og búist við að Royal takið við af honum. Nágrannar Frakka í Belgíu kusu einnig þing í dag. Fyrirfram var talið næsta víst að stjórn frjálslyndra og sósíalista, undir forystu Guy Verhofstadt, forsætisráðherra, myndi falla eftir átta ár við völd og það þó skattar hefðu verið lækkaðir og efnahagur landsins almennt sagður í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir kosningarnar var Kristilegum demókrötum í Flæmingjalandi, undir forystu Yves Leterme, spáð mestum sigir en um leið að þeim myndi reynast erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri ríkisstjórn. Græningjum er þó spáð hlutverki í þeim stjórnarmyndunarviðræðum og jafnvel líka sósíalistum þrátt fyrir hneykslismál sem hafi þjakað þá. Það myndi þýða að að frjálslyndur demókrataflokkur Verhofstadst forsætisráðherra yrði úti í kuldanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira