Erlent

Belgar ganga að kjörborðinu

Frá Brussel
Frá Brussel

Nágrannar Frakka í Belgíu kjósa einnig þing í dag. Óvíst er hvort ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista undir forystu Guy Verhofstadt forsætisráðherra haldi velli eftir átta ára samstarf. S

tjórnmálaskýrendur í Belgíu eru flestir á því að stjórnin falli þrátt fyrir að skattar hafi verið lækkaðir og efnahagur landsins teljist í blóma. Talið er að það taki einhverjar vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Búist er við að flokkur kristilegra demókrata í Flæmingjalandi bæti mestu við sig en þeim reynist erfitt að fá aðra flokka til samstarfs í nýrri stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×