Erlent

Þingkosningar í Frakklandi í dag

MYND/AP

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Síðustu kannanir benda til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta bæti töluvert við sig.

Fari svo mun það auðvelda honum að afla umbótum í efnahagsmálum fylgi á þingi. Því er spáð að sósíalistar tapi þingsætum í kosningunum sem er enn meira áfall fyrir þá eftir að forsetaframbjóðandi þeirra, Segolene Royal, beið lægri hlut í baráttunni við Sarkozy í vor.

Seinni umferð þingkosninga verður að viku liðinni en kjósa þarf aftur í þeim kjördæmum þar sem frambjóðandi hefur ekki fengið hreinan meirihluta atkvæða eða kjörsókn undir tuttugu og fimm prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×