Erlent

Dauðarefsing afnumin í Rúanda

Þjóðþing Rúanda samþykkti í gærkvöld að afnema dauðarefsingu í landinu og taka í staðinn upp lífstíðarfangelsi. Með því er búist við að skriður komist á mál á hendur mönnum sem sakaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994 þar sem um 800 þúsund manns voru drepnir á um 100 dögum.

Fjölmargir þeirra búa utan Rúanda og stjórnvöld í viðkomandi löndum hafa hingað til neitað að framselja þá vegna ákvæða um dauðarefsingar í rúöndskum lögum.

Þá er talið hugsanlegt að vegna lagabreytingin hafi í för með sér að þeir stríðsglæpamenn sem eru í haldi Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins vegna Rúanda, sem staðsettur er í Tansaníu, verði sendir til síns heima og réttað yfir þeim þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×