Erlent

Geimskot gekk snuðrulaust fyrir sig

Atlantis verður ellefu daga úti í geimnum þar sem gert verður við Alþjóðlegu geimstöðina.
Atlantis verður ellefu daga úti í geimnum þar sem gert verður við Alþjóðlegu geimstöðina. MYND/AP

Geimskultunni Atlantis var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í gær. Þetta er fyrsta geimskot Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, á þessu ári.

Ferjan er á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar þar sem viðgerðum á henni verður haldið áfram. Sjö geimfarar eru um borð. Geimskotið gekk snuðrulaust fyrir sig og fögnuðu liðsmenn NASA og skal engan undra.

Bilanir hafa tafið geimskot Atlantis en þess fyrir utan hafa hneykslismál valdið Geimferðastofnuninni vandræðum, sér í lagi tilraun eins geimfara NASA til að ræna verkfræðingi stofunarinnar vegna ástarmála. Það mál vakti upp spurningar um val á geimförum og vona því starfsmenn NASA að ekki sjóði upp úr milli ferðalanganna um borð í Atlantis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×