Erlent

Bush til fundar við páfa

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti kom í Vatíkanið í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Þetta er fyrsti fundur þeirra. Búist er við að páfi ræði við forsetann um stríðið í Írak og vanda kristinna þar í landi.

Önnur mál á borð við fóstureyðingar og hjónabönd samkynhneigðra er talið að beri einnig á góma. Bandaríkjaforseti dvelur í sólahring á Ítalíu og fundar síðar í dag með Romano Prodi forsætisráðherra. Heimsókn forsetans er liður í Evrópuferð hans. Eftir að leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi, fór forsetinn til Póllands og ræddi þar við Lech Kasinskí, forseta, um eldflaugavarnarkerfi sem á að reisa að hluta þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×