Erlent

Cheney hjá lækni

Cheney hefur vonandi brosað eftir læknisheimsóknina
Cheney hefur vonandi brosað eftir læknisheimsóknina

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, fór í reglulega hjartaskoðun í morgun, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar. Cheney er 66 ára gamall. Hann hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall og fékk gangráð ígræddan fyrir sex árum.

Í janúar á síðasta ári fékk hann læknismeðferð vegna andþrengsla sem voru rakin til lyfjameðferðar sem hann var í. Í mars síðastliðnum fór hann síðan á blóðþynningarlyf eftir að blóðtappi fannst í fæti hans. Ekki er vitað til annars en að Cheney hafi komið ágætlega út úr rannsóknum lækna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×