Samkomulag í loftslagsmálum Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 19:13 Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu. Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims náðu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi sínum í Þýskalandi í dag. Kaslari Þýskalands var sigurreif þó tillaga hennar um að útblástur yrði minnkaður um helming fyrir árið 2050, hafi ekki náð fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Merkel sagði samkomulag hafa náðst um að það yrði að setja skýr markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alvarlega yrði tekið til greina að draga úr útblæstri um helming fyrir 2050. Nákvæmt innihald samkomulagsins hefur ekki verið kynnt að fullu en telja stjórnmálaskýrendur að þar verði ekki afgerandi orðalag að finna. Þegar umhverfismálin voru afgreidd settust Bush Bandaríkjaforseti og Pútín Rússlandsforseti niður til fundar um fyrirhugað eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Póllandi og Tékklandi. Pútín hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópuríkjum ef af áformunum yrði. Bandaríkjaforsetinn sagði viðræður dagsins hafa verið gagnlegar, sér í lagi hvað varðaði eldflaugavarnarkerfið. Pútín hefði gert sér grein fyrir áhyggjum sínum og komið fram með áhugaverðar tillögur. Lagði hann til að ekki yrði reist radarstöð í Tékklandi heldur yrði notast við Gabala radarstöðina í Aserbaídsjan sem Rússar leigi. Pútín sagði samkomulag Rússa við Asera gera þetta mögulegt. Bush sagði að ákveðið hefði verið að skiptast á hugmyndum í eldflaugavarnarmálum. Í Rostock fylgjast fulltrúar hjálparsamtaka með fundinum. Þar eru haldnir tónleikar með listamönnum sem vilja ljá ýmsum málefnum lið. Þeir segja málefni Afríku gleymd nú ólíkt því sem var í Gleneagles í Skotlandi fyrir tveimur árum þegar auknu fé var lofað til hjálpar í álfunni. Ekki hafi verið staðið við það. Tónlistarmaðurinn og aðgerðarsinninn Bono sagði að sér virtist sem Afríka væri ekki á dagskrá í Heiligendamm. Aðeins sé fjallað um það sem skipti vesturveldin mestu.
Erlent Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira