Erlent

Dregið „áþreifanlega“ úr losun gróðurhúsa-lofttegunda

Angela Merkel, George Bush og Tony Blair á fundi G8-ríkjanna.
Angela Merkel, George Bush og Tony Blair á fundi G8-ríkjanna. MYND/AP

Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hafa komist að samkomulagi um að stefna að því að draga áþreifanlega úr losun gróðurhúsalofftegunda og að stefna Bandaríkjanna í loftlagsmálum verið tekin fyrir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum Evrópusambandsins sem á sína fulltrúa á fundi leiðtoganna í Heiligendamm í Þýskalandi.

Með þessu er ljóst að Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, náði ekki markmiði sínu á fundinum, að fá iðnríkin til þess að samþykkja að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2050. Bandaríkjamenn voru andsnúnir þeirri hugmynd og sögðu fundinn ekki réttan vettvang fyrir slíkar ákvarðanir.

Hins vegar hefur Reuters eftir heimildarmanni sínum að í lokaályktun iðnríkjanna sé viðurkenndur sá vilji Evrópusambandsins, Kanada og Japans að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×