Erlent

Norður - Kóreumenn skutu eldflaugum í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Norður - Kóreumenn skutu skammdrægum eldflaugum frá vesturströnd landsins í dag. Stjórnvöld í Suður - Kóreu telja að flaugarnar hafi verið ein eða tvær. Sérfræðingar á þeirra vegum reyna nú að greina hverskonar flaugar þetta voru. Flaugar sem skotið er frá vesturströnd landsins gætu lent á ríki í Gula hafinu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

 

 

Norður-Kóreumenn skutu einni skammdrægri eldflaug frá austurströndinni í síðasta mánuði. Stjórnvöld í Suður - Kóreu og Bandaríkjunum gerðu lítið úr því máli. Töldu þau að um reglubundnar hernaðaræfingar hefði verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×