Erlent

Rúmlega 30 þúsund sjálfsvíg í Japan á hverju ári

Frá útför japanska ráðherrans.
Frá útför japanska ráðherrans. MYND/AFP

Sjálfsvígum í Japan fækkaði lítillega á síðasta ári en þrátt fyrir það frömdu rúmlega 30 þúsund manns sjálfsmorð á síðasta ári. Sjálfsvígum fólks, 60 ára og eldri fjölgaði mikið og nú er svo komið að þriðjungur þeirra sem taka eigið líf í Japan eru eldri borgarar.

Landbúnaðarráðherra landsins, Toshikatsu Matsuoka, hengdi sig á dögunum og hefur það dregið þessi mál fram í sviðsljósið í landinu. Matsuoka var 62 ára gamall þegar hann hengdi sig í kjölfar hneykslismáls. Talsmaður samtaka sem berjast gegn sjálfsvígum segir að japönsk stjórnvöld standi sig illa í baráttunni við vandamálið. Menningarlegir þættir eru einnig taldir koma við sögu en fólk, og sérstaklega karlmenn, eiga erfitt með að ræða opinskátt sálræn vandamál.

Á meðal iðnvæddra þjóða eru Japanar í öðru sæti þegar kemur að fjölda sjálfsvíga, það eru aðeins Rússar sem taka eigið líf í meiri mæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×