Erlent

Ugla sat á markslá

Björn Gíslason skrifar
MYND/AP

Hlé var gert á leik Finna og Belga í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í Helsinki í gær eftir að ugla settist á slá annars marksins.

Eftir því sem segir í frétt sænska ríkisútvarpsins hefur ugla búið í vetur í 28. sætaröð á Ólympíuleikvanginum í Helsinki og gerði hún sig heimakomna á vellinum í gær þegar leikurinn hafði staðið í 19 mínútur.

Sveimaði uglan þar um og settist loks á markslá Belga og þurfti að gera sjö mínútna hlé á leiknum meðan henni var komið burt. Hún virðist hafa fært Finnum einhverja gæfu því aðeins mínútu eftir að leikurinn var flautaður aftur á skoruðu Finnar. Þeir fóru svo að lokum með 2:0 sigur í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×