Erlent

Yfirmaður Nasa harmar ummæli sín um loftlagsbreytingar

Oddur S. Báruson skrifar
MYND/NASA

Michael Griffin, yfirmaður NASA, hefur formlega beðist afsökunar á ummælum sínum um loftlagsbreytingarnar sem hann lét fjúka í bandarísku útvarpi á dögunum. Í viðtalinu gaf Griffin lítið fyrir áhyggjur fólks af loftlagsbreytingum og sagði m.a:

„Því miður er þetta orðið að pólitísku vandamáli fremur en umhverfislegu. Það er ljóst að vissar loftlagsbreytingar eiga sér stað en ég er ekki viss um að það sé tilefni til að taka sérstaklega á þeim."

NASA hefur verið virkur þátttakandi í rannsóknum á loftlagsbreytingum. Gervihnattamyndir stofnunarinnar hafa til dæmis reynst mikilvægar við skoðun á bráðnun jökla. Griffin hefur þó áður bent á að NASA afli einungis gagna en taki ekki afstöðu í málinu.

Ummælin Griffins ollu því nokkuri undrun og óróa meðal vísindamanna og annarra enda Griffin afar valdamikill maður. Sögðu margir ummæli hans byggð á fáfræði.

Griffin hefur nú séð að sér og harmar að hafa opinberað sínar persónulegu skoðanir með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×