Enski boltinn

Nani stóðst læknisskoðun

AFP ImageForum

Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum.

United tilkynnti í síðustu viku að liðið væri búið að komast að samkomulagi við Sporting Lisbon um kaupverð á leikmanninum. Í dag gekkst Nani undir læknisskoðun hjá félaginu og stóðst hana.

Þessi 20 ára leikmaður bíður nú eftir að alþjóðlega knattspyrnusambandið leggi blessun sína yfir félagsskiptin áður en hann skrifar undir samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×