Erlent

Fjármálaráðherra Svíþjóðar hyggst berjast fyrir áfengisskatti

Vera Einarsdóttir skrifar
Mynd/ Gunnar V. Andrésson

Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Anders Borg segir í viðtali við Dagens industri að leitað verði allra leiða til að sjá til þess að kaupendur greiði skatt af áfengi sem keypt er í gegnum netið.

Evrópudómstóllinn komst í gær að þeirri niðurstöðu að einstaklingar megi kaupa áfengi í gegnum netið. Ef þeir flytja það inn sjálfir þurfa þeir ekki að greiða skatt. Geri þeir það hins vegar ekki þurfa þeir að greiða sænskan áfengisskatt. Borg segist líta áfengisskattinn mjög jákvæðum augum. Honum sé ætlað að greiða fyrir kostnað sem hlýst af ofneyslu áfengis. Eins segir hann jákvætt ef skatturinn dregur úr áfengisneyslu.

Lýðheilsumálaráðherra Svíðþjóðar, María Larsson mun kalla saman hlutaðeigandi aðila til að fara yfir stöðuna. Það er hennar mat að hægt sé að framfylgja skattalöggjöfinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×