Búist við deilum á G8 fundi Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 12:15 Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. Fundurinn - sem stendur fram á föstudag - er haldinn í strandbænum Heiligendamm nærri borginni Rostock í austurhluta Þýskalands. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð og ferðir að fundarstaðnum mjög takmarkaðar. Sextán þúsund lögreglumenn gæta tignu gestanna sem til fundarins koma og hefur nærri þriggja metra há og tólf kílómetra löng girðing verið reist til að varna mótmælendum aðkomu. Óttast er að hávær og jafnvel ofbeldisfull mótmæli verði í Rostock í dag og næstu daga, líkt og um síðustu helgi. Andstæðingar alþjóðavæðingar láti þar í sér heyra. Þeir byrjuðu að safnast saman nærri Heiligendamm í morgun og fór allt friðsamlega fram. Meðal helstu mála sem rædd verða á fundi iðríkjanna eru loftlagsbreytingar en ríki Evrópusambandsins hafa þrýst á um nýjan alþjóðasamning um losun gróðurhúsalofttegunda sem getið leyst Kyoto-bókunina af hólmi. Bandaríkjamenn hafa neitað að setja mælanleg takmörk eða tímamörk en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun á fundinum leggja áherslu á samþykkt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur fimmtíu prósentum frá mælingu 1990 fyrir árið 2050. Bush Bandaríkjaforseti kynnti sína áætlun í síðustu viku sem felur í sér niðurskurð sem verði markaður á næstu eina og hálfa árinu. Þá er mjög líklegt að deilur vegna eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi setji svip sinn á fundinn. Valdímír Pútín, forseti Rússlands, hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Búast má við að deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu setji svip sinn á fund leiðtoga átta helstu iðnríkja heims sem hefst í Þýskalandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð vegna heimsóknar helstu þjóðarleiðtoga. Fundurinn - sem stendur fram á föstudag - er haldinn í strandbænum Heiligendamm nærri borginni Rostock í austurhluta Þýskalands. Gríðarleg öryggisgæsla er viðhöfð og ferðir að fundarstaðnum mjög takmarkaðar. Sextán þúsund lögreglumenn gæta tignu gestanna sem til fundarins koma og hefur nærri þriggja metra há og tólf kílómetra löng girðing verið reist til að varna mótmælendum aðkomu. Óttast er að hávær og jafnvel ofbeldisfull mótmæli verði í Rostock í dag og næstu daga, líkt og um síðustu helgi. Andstæðingar alþjóðavæðingar láti þar í sér heyra. Þeir byrjuðu að safnast saman nærri Heiligendamm í morgun og fór allt friðsamlega fram. Meðal helstu mála sem rædd verða á fundi iðríkjanna eru loftlagsbreytingar en ríki Evrópusambandsins hafa þrýst á um nýjan alþjóðasamning um losun gróðurhúsalofttegunda sem getið leyst Kyoto-bókunina af hólmi. Bandaríkjamenn hafa neitað að setja mælanleg takmörk eða tímamörk en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun á fundinum leggja áherslu á samþykkt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur fimmtíu prósentum frá mælingu 1990 fyrir árið 2050. Bush Bandaríkjaforseti kynnti sína áætlun í síðustu viku sem felur í sér niðurskurð sem verði markaður á næstu eina og hálfa árinu. Þá er mjög líklegt að deilur vegna eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna í Tékklandi og Póllandi setji svip sinn á fundinn. Valdímír Pútín, forseti Rússlands, hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira