Erlent

Fundi Abbas og Olmerts frestað

Frá síðasta fundi Abbas og Olmert.
Frá síðasta fundi Abbas og Olmert. MYN/AP

Fyrirhugðum fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað að beiðni Palestínumanna. Frá þessu greindi í tilkynningu frá Olmerts í dag.

Til stóð að þeir funduðu í borginni Jeríkó á Vesturbakkanum en þar átti að ræða myndun sjálfstæðs ríkis Palestínu. Reuters-fréttastofan hefur eftir aðstoðarmanni Abbas að Palestínumenn hafi átt eftir að ná samkomulagi um nokkur atriði fyrir fundinn og því hafi verið óskað eftir að fresta fundinum.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær Abbas og Olmert hittast en þeir hittust síðast 15. apríl. Átök milli stríðandi fylkinga í Palestínu annars vegar og Ísraela og Hamas-liða hins vegar hafa leitt til þess að fresta hefur fundi Abbas og Olmert áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×