Erlent

Forsætisráðherra Dana ver tjáningarfrelsið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MYND/AP

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, varði einstaklingsfrelsið í ræðu sem hann hélt í tilefni af Grundlovsdag, sem er í dag. Hann sagði að það væri óverjandi þegar öfgakennd trú og öfgafull þjóðerniskennd bitnaði á einstaklingfrelsi, gerði konur undirgefnar karlmönnum og hindraði framþróun í efnahags-, þjóðfélags-, og menntamálum. Þetta kemur fram á fréttavef danska ríkisútvarpsins.

Í ræðu sem forsætisráðherrann hélt á Hróarskeldu og á Lálandi gagnrýndi hann stefnu kaþólsku kirkjunnar, múslima og kristinna heittrúarmanna í Bandaríkjunum í siðferðismálum. Þessir aðilar hafa löngum barist gegn kynfræðslu, notkun getnaðarvarna og annara forvarna gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Ráðherrann sagði að menn yrðu að haga málflutningi sínum í samræmi við raunveruleikann. Í máli sínu varði Rasmussen jafnframt réttinn til trúfrelsis. Hann sagði ennfremur að múslimskum konum ætti að vera það í sjálfsvald sett hvort þær klæddust samkvæmt hefðum múslima eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×