Erlent

Réttað yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan í Bandaríkjunum

Meðlimur Ku Klux Klan í Bandaríkjunum.
Meðlimur Ku Klux Klan í Bandaríkjunum. MYND/AFP

Réttarhöld yfir fyrrum meðlimi Ku Klux Klan hófust í Atlanta í Bandaríkjunum í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa myrt tvo svarta unglingspilta árið 1964. Málið er í hópi fjölmargra annarra mála sem tengjast kynþáttaofbeldi á 6. og 7. áratug síðustu aldar sem tekin hafa verið upp að nýju í Bandaríkjunum á undanförnum árum.

Málið gegn hinum fyrrum meðlimi Ku Klux Klan hefur vakið mikla athygli í Atlanta og vakið umræðu í fylkinu um kynþáttaofbeldi á 6. og 7. áratug síðustu aldar.

Fjölmörg mál hafa verið tekin upp að nýju á undanförnum árum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Skemmst er að minnast réttarhaldanna yfir Edgar Ray Killen sem var fundinn sekur árið 2005 fyrir að hafa myrt þrjá blökkumenn árið 1964. Kvikmyndin Mississippi Burning sem gerð var árið 1988 fjallaði um þau ódæðisverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×