Erlent

Bush krefst þess að Íran sleppi fjórum úr haldi

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í kvöld að írönsk strjórnvöld sleppi fólki fjórum einstaklingum sem handteknir hafa verið í Íran. Fólkið er af írönsku og bandarísku bergi brotið og hefur verið ákært í Íran fyrir að reyna að steypa ríkisstjórninni af stóli.

„Nokkrum samlöndum okkar, bandarískum ríkisborgurum, þeirra á með Haleh Esfandiari, Parnz Azima, Kian Tjbakhsh og Ali Shakeri er haldið gegn vilja sínum af írönsku stjórninni," sagði Bush í kvöld. Hann sagðist fordæma varðhald þeirra og krafðist lausnar þeirra strax og skilyrðislaust.

Írönsk yfirvöld ákærðu Haleh Esfandiari fyrr í vikunni fyrir að gera tilraun til þess að steypa ríkisstjórninni af stóli. Esfandiari sem er 67 ára gömul, vinnur hjá Woodrow Wilson stofnuninni í Washington en hún var fangelsuð í Íran áttunda maí síðastliðinn.

Bandarísk stjórnvöld vöruðu í gær fólk við að ferðast til Íran og vísuðu til fangelsana bandarísku ríkisborgaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×