Enski boltinn

Sidwell fer til Chelsea

NordicPhotos/GettyImages
Jose Mourinho knattspyrustjóri Chelsea hefur gengið frá fyrstu kaupum sumarsins hjá félaginu. Miðjumaðurinn Steve Sidwell hjá Reading hefur þannig samþykkt að ganga í raðir félagsins í sumar á frjálsri sölu. Hann er 24 ára gamall og kom mjög á óvart í öskubuskuliði Reading í úrvalsdeildinni í vetur. Samningur Sidwell rennur út í júlí og þá er honum frjálst að ganga í raðir Chelsea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×